Síminn hf. – verðmat 1.1.2025

Helstu forsendur

  • Rekstrartekjur/sala er nánast óbreytt á árinu 2025 samanborið við fyrra ár en dregst saman 2026 sem skýrist af því að samningur um sýningarrétt á enska boltanum rennur út á árinu 2025, sala vex hins vegar að meðaltali á ári um 3,3% á spátíma.
  • Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, EBITDA, nemur að meðaltali 25% á ári á spátíma.
  • Afskriftir rekstrarfjárm., leigueigna og óefnislegra eigna (án viðskiptavildar) nema 33,7% á ári á spátíma.
  • Tekið er tillit til 400 m.kr. stjórnvaldssektar á árinu 2025,
  • Meðalfjármagnskostnaður lánsfjármagns á ári er 7,5% frá 2026 og út spátíma sem samsvarar 4,5% verðtryggðum vöxtum, fjármögnun er í íslenskum krónum.
  • Tekjuskattur nemur 20% á ári á spátíma.
  • Fjárbinding í rekstrarfjármunum, leigueignum og óefnislegum eignum dregst saman í byrjun spátíma en fylgir svo tekjuvexti. Á spátíma nemur fjárfestingin um 14,6% í hlutfalli af rekstrartekjum að meðaltali á ári.
  • Útlán vaxa um 5,7% að meðaltali á ári á spátíma og bera 12,5% vexti. Ekki hefur verið tekið tillit til kaupa Símans á lánasafni Valitor.
  • Aðrar efnahagsstærðir eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
  • Arðgreiðslur nema 36% af heildarafkomu fyrra árs árið 2025 en síðan 90%, miðað er við að eiginfjárhlutfall sé um 45%.
  • Eilífðarvöxtur í lok spátíma er 4% sem samsvarar 1% raunvexti.
  • Sjá aðrar almennar forsendur undir „Verðmat“.
  • Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2025-2034.

Niðurstöður

  • Að gefnum forsendum er virði á hlut 10,3 kr. miðað við 1.1.2025.

Hér fyrir neðan má nálgast afkomuspá og verðmat í heild.

Síminn hf. – afkomuspá 2025-2034 og verðmat m.v. 1.1.2025 – birt 27.2.2025.