Arion banki hf. – verðmat 1.1.2025

Helstu forsendur

  • Vaxtamunur heildarfjármagns er 2,9% á árinu 2025 en lækkar síðan í 2,8% á árinu 2026 og út spátíma.
  • Hreinar þóknunartekjur vaxa að meðaltali um 5,6% á ári á spátíma.
  • Í tryggingastarfsemi nemur samsett hlutfall 94% á ári á spátíma.
  • Meðalávöxtun skuldabréfa nemur 8% á ári árin 2025-2026 en síðan 6,5% út spátíma, þar af færist 1-2% sem gangvirðisbreyting með hreinum fjármunatekjum á árunum 2025-2026 en síðan 0,5% á ári út spátíma. Vaxtaþáttur skuldabréfa færist með hreinum vaxtatekjum.
  • Meðalávöxtun hlutabréfa nemur 12% á ári á spátíma.
  • Kostnaðarhlutfall er 47% að meðaltali á ári á spátíma.
  • Til greiðslu kemur sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki sem nemur 0,145%, af heildarskuldum í árslok umfram 50 ma.kr. að frádreginni skattskuld.
  • Virðisrýrnun á móti útlánum nemur 0,4% á ári á spátíma.
  • Tekjuskattur nemur 20% á ári á spátíma og er reiknaður af hagnaði að frádreginni afkomu af hlutdeildarfélögum og hlutabréfum en auk þess er reiknaður sérstakur fjársýsluskattur sem nemur 6,0% af skattskyldum hagnaði bankans yfir 1 ma.kr.
  • Útlán til viðskiptavina vaxa að meðaltali á ári um 5,6% á spátíma.
  • Aðrar efnahagsstærðir fylgja útlánavexti eða eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
  • Arðgreiðslur nema 60% af heildarafkomu fyrra árs árið 2025 en síðan 65% út spátíma, tekið er mið af markmiði bankans um arðgreiðslur og eiginfjárhlutfall.
  • Eilífðarvöxtur í lok spátíma er 4,0% sem samsvarar 1,0% raunvexti.
  • Sjá aðrar almennar forsendur undir „Verðmat“.
  • Ekki er tekið tillit til hlutdeildar minnihluta í útreikningum þar sem hann er óverulegur.
  • Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2025-2034.

Niðurstöður

  • Að gefnum forsendum er virði á hlut 216,7 kr. miðað við 1.1.2025.

Hér fyrir neðan má nálgast afkomuspá og verðmat í heild.

Arion banki hf. – afkomuspá 2025-2034 og verðmat m.v. 1.1.2025 – birt 16.2.2025.