Eldri skilaboð

11. maí 2025

Nú hafa verðmatsgreiningar tuttugu og tveggja skráðra fyrirtækja í kauphöll á Íslandi, byggðar á ársuppgjörum fyrir árið 2024, verið birtar á vefnum piltur.is. Viðtökur hafa verið góðar, takk fyrir það!

Fleiri verðmatsgreiningar verða ekki birtar byggðar á ársuppgjörum 2024 en í byrjun árs 2026 verða núverandi greiningar uppfærðar m.t.t. ársreikninga ársins 2025 og jafnvel fleiri greiningar birtar.

Ekki er útilokað að eitthvað annað efni verði birt á piltur.is á næstu mánuðum sem verður þá tilkynnt á Facebook síðunni Piltur sem hægt er að fylgja og var sett upp í þeim tilgangi að uppplýsa um nýtt efni á vefnum.


11. febrúar 2025

Ég hef undanfarin ár haft það áhugamál að verðmeta skráð fyrirtæki á íslenskum hlutabréfamarkaði. Meðvitaður um skort á upplýsingum og umræðu um verðmat fyrirtækja, hef ég ákveðið að opna þennan vef, piltur.is. Á honum birti ég verðmatsgreiningar unnar í kjölfar ársuppgjöra umræddra fyrirtækja.