Hagar hf. – verðmat 1.3.2025

Helstu forsendur

  • Vörusala vex um 6,2% að meðaltali á ári á spátíma.
  • Framlegð sölu nemur 21,5% á ári á spátíma.
  • Annar rekstrarkostnaður á móti sölu nemur 14% á ári á spátíma.
  • Afskriftir rekstrarfjármuna, leigueigna og óefnislegra eigna (án viðskiptavildar) nemur 12% á ári á spátíma.
  • Fjárfestingaeignir eru endurmetnar í samræmi við árlega hækkun neysluverðsvísitölu eða um 4% á rekstrarárinu 2025/26 en síðan 3% frá og með rekstrarárinu 2026/27 og út spátíma.
  • Meðalfjármagnskostnaður lánsfjármagns er 9% á rekstrarárinu 2025/26 en síðan 7% frá og með rekstrarárinu 2026/27 og út spátíma sem samsvarar 4% verðtryggðum vöxtum, fjármögnun er að mestu í íslenskum krónum.
  • Arðsemi bókfærðs eignarhluta í hlutdeildarfélögum nemur 15% á ári á spátíma. 
  • Tekjuskattur nemur 20% á ári á spátíma og er reiknaður af hagnaði að frádreginni afkomu af hlutdeildarfélögum.
  • Hlutfall sölu á móti bókfærðum rekstrarfjármunum, leigueignum og óefnislegum eignum (án viðskiptavildar) nemur að meðaltali 4,0 á spátíma. Fjárfesting nemur því 4% af sölu að meðaltali á ári á spátíma en 4,2% síðari hluta hans.
  • Aðrar efnahagsstærðir eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
  • Arðgreiðslur nema 23,4% af heildarafkomu fyrra árs á rekstrarárinu 2025/26 en síðan 70%, eiginfjárhlutfall nemur 39,4% í lok spátíma.
  • Eilífðarvöxtur í lok spátíma er 4,5% sem samsvarar 1,5% raunvexti.
  • Sjá aðrar almennar forsendur undir „Verðmat“.
  • Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2025/26-2034/35.

Niðurstöður

  • Að gefnum forsendum er virði á hlut 92,4 kr. miðað við 1.3.2025.

Hér fyrir neðan má nálgast afkomuspá og verðmat í heild.

Hagar hf. – afkomuspá 2025/26-2034/35 og verðmat m.v. 1.3.2025 – birt 11.5.2025.