Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. – verðmat 1.3.2025

Helstu forsendur

  • Í afkomuspá er ekki meðtalin kaup á Ankra, Gæðabakstri og Kjarnavörum.
  • Rekstrartekjur/sala vex um 4% á árinu 2025 en síðan að meðaltali um 5,5% á ári út spátíma sem samsvarar hagvexti að viðbættri hækkun vísitölu neysluverðs.
  • Framlegð sölu nemur að meðaltali 29,8% á ári á spátíma.
  • Annar rekstrarkostnaður á móti sölu nemur að meðaltali 19% á ári á spátíma.
  • Afskriftir rekstrarfjármuna og leigueigna nema 7,5% á ári á spátíma.
  • Meðalfjármagnskostnaður lánsfjármagns er 7,7% á ári á spátíma, fjármögnun er í íslenskum krónum.
  • Arðsemi bókfærðs eignarhluta í hlutdeildarfélögum er 10% á ári á spátíma.
  • Tekjuskattur nemur 20% á ári á spátíma og er reiknaður af hagnaði að frádreginni afkomu af hlutdeildarfélögum.
  • Tekið er mið af áætlun stjórnenda hvað varðar fjárfestingar í rekstrarfjármunum og leigueignum á árinu 2025 en að meðaltali nema þær 4,3% af rekstrartekjum á ári á spátíma.
  • Bókfært verð óefnislegra eigna nemur 7,4 ma.kr. í byrjun spátíma og stendur óbreytt í lok hans.
  • Aðrar efnahagsstærðir eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
  • Engar arðgreiðslur koma til greiðslu á árinu 2025 en frá og með árinu 2026 nema þær 100% af heildarafkomu móðurfélags fyrra árs á ári út spátíma, auk þess er hlutdeild minnihluta í árlegum hagnaði greiddur út. Eiginfjárhlutfall nemur 41% í lok spátíma.
  • Eilífðarvöxtur í lok spátíma er 4,5% eða 1,5% raunvöxtur.
  • Sjá aðrar almennar forsendur undir “Verðmat”.
  • Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2026-2035.

Niðurstöður

  • Að gefnum forsendum er virði á hlut 14,1 kr. miðað við 1.3.2025.