Reitir fasteignafélag hf. – verðmat 1.1.2025

Helstu forsendur

  • Leigutekjur vaxa um 8% á árinu 2025 en síðan til samræmis við hækkun neysluverðsvísitölu eða 3,0% á ári út spátíma. Horft er til áætlunar stjórnenda hvað varðar vöxt 2025.
  • Rekstrarkostnaður á móti rekstrartekjum nemur 33% á ári á spátíma.
  • Matsbreyting fjárfestingaeigna nemur hækkun neysluverðsvísitölu eða 4% á árinu 2025 og síðan 3% á ári út spátíma.
  • Meðalfjármagnskostnaður lánsfjármagns á ári miðast við 3,5-3,8% verðtryggða vexti sem gerir 6,5-7,5% nafnvexti á ári á spátíma, fjármögnun er í íslenskum krónum.
  • Tekjuskattur nemur 20% á ári á spátíma. Hann færist sem skattskuldbinding en enginn tekjuskattur kemur til geiðslu á spátíma vegna skattalegs taps fyrri ára og skattalegrar fyrningar.
  • Engar fjárfestingar eru í fjárfestingaeignum á spátíma.
  • Aðrar efnahagsstærðir eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
  • Arðgreiðslur nema 24,1% af heildarafkomu fyrra árs á árinu 2025 en síðan 75% frá árinu 2026 og út spátímann en miðað er við að eiginfjárhlutfall sé um 32%.
  • Eilífðarvöxtur í lok spátíma er 3,0% eða enginn raunvöxtur.
  • Sjá aðrar almennar forsendur undir „Verðmat“.
  • Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2025-2034.

Niðurstöður

  • Að gefnum forsendum er virði á hlut 121,2 kr. miðað við 1.1.2025.