Skagi hf. – verðmat 1.1.2025

Helstu forsendur

  • Tekjur af vátryggingastarfsemi vaxa að meðaltali um 5,6% á ári á spátíma sem samsvarar 2,4% raunvexti.
  • Tjóna- og endurtryggingahlutfall nemur að meðaltali 75% á ári á spátíma.
  • Í vátryggingastarfsemi nemur kostnaðarhlutfall að meðaltali 20,5% á ári á spátíma.
  • Hreinar þóknunartekur vaxa að meðaltali um 7,3% á ári á spátíma.
  • Hlutfall rekstrarkostn. (fjármálast. og stoðsvið) á móti samtölu hreinna vaxtatekna og hreinna þóknunartekna fer lækkandi og nemur 90% á ári frá og með 2030 og út spátíma.
  • Meðalávöxtun skuldabréfa nemur 8% á ári árin 2025-2026 en síðan 6,5% út spátíma. Meðalávöxtun hlutabréfa nemur 12% á ári á spátíma.
  • Við útreikning á fjármagnsliðum vátryggingasamninga á spátíma er miðað við 3,6% vexti á ári á skuldbindingu í upphafi hvers árs.
  • Virkur tekjuskattur nemur að meðaltali um 9,8% á ári á spátíma en lægri tekjuskattur en gildandi skatthlutfall skýrist af óskattskyldum tekjum af hlutabréfum.
  • Hlutfall hlutabréfa af verðbréfaeign nemur 35% á spátíma.
  • Skuldbinding v/vátryggingasamninga í hlutfalli af tekjum nemur 105% á spátíma.
  • Aðrar efnahagsstærðir eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
  • Arðgreiðslur nema að meðaltali 50,2% af heildarafkomu fyrra árs á ári á spátímann en miðað er við að gjaldþolshlutfall sé á á bilinu 1,4 til 1,7.
  • Eignarhlutur minnihluta er óverulegur og afkomuáhrifum af honum því sleppt.
  • Eilífðarvöxtur í lok spátíma er 4% eða 1% raunvöxtur.
  • Sjá aðrar almennar forsendur undir “Verðmat”.
  • Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2025-2034.

Niðurstöður

  • Að gefnum forsendum er virði á hlut 23,9 kr. miðað við 1.1.2025.

Hér fyrir neðan má nálgast afkomuspá og verðmat í heild.

Skagi hf. – afkomuspá 2025-2034 og verðmat m.v. 1.1.2025 – birt 7.3.2025.