Sýn hf. – verðmat 1.1.2025 (leiðrétt)
Helstu forsendur
- Rekstrartekjur/sala vex um 5,4% að meðaltali á ári á spátíma, mest fyrstu tvö árin vegna samnings um sýningarrétt á enska boltanum sem tekur gildi um mitt ár 2025.
- Hlutfall launa og launatengdra gjalda á móti rekstrartekjum nemur 28% á spátíma.
- Afskr. rekstrarfjárm., leigueigna, sýningarrétta og annarra óefnislegra eigna (án viðskiptavildar) nema 25% á ári á spátíma.
- Meðalfjármagnskostnaður lánsfjármagns á ári er 5,9% á spátíma, annars vegar 7,7% vextir af lánum frá lánastofnun og hins vegar vextir af leiguskuldbindingu sem nema 5,1%.
- Tekjuskattur nemur 20% á ári á spátíma.
- Fjárbinding í rekstrarfjármunum, leigueignum, sýningarréttum og öðrum óefnislegum eignum (án viðskiptav.) fylgir almennt tekjuvexti sem samsvarar um 19,9% fjárfestingu í hlutfalli af rekstrartekjum á ári.
- Aðrar efnahagsstærðir eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
- Fyrirtækið byrjar að greiða 60% arð af heildarafkomu fyrra árs á árinu 2030 og út spátíma.
- Að teknu tilliti til framangreindra arðgreiðslna fer eiginfjárhlutfall úr 27,9% í árslok 2024 í 33,5% í árslok 2034.
- Við útreikning á framtíðarvirði í lok spátíma er ekki gert ráð fyrir eilífðarvexti.
- Sjá aðrar almennar forsendur undir „Verðmat“.
- Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2025-2034.
Niðurstöður
- Að gefnum forsendum er virði á hlut 26,8 kr. miðað við 1.1.2025.
Hér fyrir neðan má nálgast afkomuspá og verðmat í heild.
Sýn hf. – afkomuspá 2025-2034 og verðmat m.v. 1.1.2025 – birt 2.3.2025.