Brim hf. – verðmat 1.1.2025

Helstu forsendur

  • Rekstrartekjur (seldar vörur) nema 417 milljónum EUR á árinu 2025 og aukast því um 7% frá fyrra ári en síðan um 3% á ári út spátíma eða í samræmi við breytingu á neysluverðsvísitölu.
  • Vergur hagnaður í hlutfalli af sölu nemur 23% á ári á spátíma.
  • Annar rekstrarkostnaður nemur 5,6% af rekstrartekjum á ári á spátíma.
  • Rekstrarfjármunir afskrifast um 9% á ári á spátíma.
  • Meðalfjármagnskostnaður lánsfjármagns nemur 5,6% á ári á spátíma, fjármögnunin er að mestu í EUR.
  • Arðsemi bókfærðs eignarhluta í hlutdeildarfélögum nemur 10% á ári fyrstu fimm árin á spátíma og svo 12% á ári.
  • Bókfærðar aflaheimildir í upphafi spátíma eru endurmetnar árlega í gegnum í heildarafkomu sem nemur hækkun neyslverðsvísitölu. Um er að ræða frávik frá núverandi reikningsskilum fyrirtækisins.
  • Tekjuskattur sem kemur til greiðslu nemur 20% á ári á spátíma og er reiknaður af hagnaði að frádreginni afkomu af hlutdeildarfélögum og endurmati aflaheimilda. Endurmat aflaheimilda er að teknu tilliti til tekjuskatts sem færist á skattskuldbindingu.
  • Fjárfesting í rekstrarfjármunum tekur mið af því að viðhalda raunvirði þeirra á spátíma.
  • Ekki er gert ráð fyrir kaupum á aflaheimildum á spátíma.
  • Aðrar efnahagsstærðir eru afleidd stærð af öðrum liðum í rekstri og efnahag.
  • Arðgreiðslur nema 48,2% af heildarafkomu fyrra árs á árinu 2025 en svo 85% á ári á spátíma, miðað er við að eiginfjárhlutfall sé um 50%.
  • Eignarhlutur minnihluta er óverulegur og afkomuáhrifum af honum því sleppt.
  • Eilífðarvöxtur í lok spátíma er 3% eða enginn raunvöxtur.
  • Sjá aðrar almennar forsendur undir “Verðmat”.
  • Miðað er við 10% arðsemiskröfu á eigið fé við núvirðingu á afkomuspá, 2025-2034.

Niðurstöður

  • Að gefnum forsendum er virði á hlut 61,3 kr. miðað við 1.1.2025 (EUR 1 = ISK 144).

Hér fyrir neðan má nálgast afkomuspá og verðmat í heild.

Brim hf. – afkomuspá 2025-2034 og verðmat m.v. 1.1.2025 – birt 13.3.2025.